| Sf. Gutt

Besta stund ferilsins!

Craig Bellamy segir hinn magnaða sigur Liverpool gegn Barcelona vera bestu stund ferilsins síns. Craig skoraði jöfnunarmark Liverpool og lagði svo upp sigurmarkið fyrir John Arne Riise. Þeir félagar höfðu átt að hafa lent í útistöðum í Portúgal um helgina og átti golfkylfa að hafa komið við sögu! Það þurfti því ekki að undra að Veilsverjinn tæki góða golfsveiflu þegar hann fagnaði markinu sínu.

Craig var alveg í skýjunum eftir leikinn. "Það hefði ekki verið hægt að skálda upp hvað gerðist hér í kvöld. Ég hef ekki verið að lesa blöðin svo ég hef því ekki haft miklar áhyggjur af því hvað fólk hefur sagt. Ég vildi bara njóta þessa sérstaka andrúmslofts sem best og eins aðdraganda leiksins. Ég hef verið nokkuð lánsamur á knattspyrnuferli mínum. Ég hef spilað fyrir þjóð mína og önnur stór félög en þetta er besta stundin á knattspyrnuferli mínum.

Ég reyni að taka bæði mótlæti og meðbyr með jafnaðargeði. Ég verð þó að segja að ég er eiginlega orðlaus í kvöld. Það var alveg magnað að koma hingað á Nou Camp. Strákurinn minn átti líka 10 ára afmæli í dag. Þetta hefur því allt verið virkilega gaman."

 
 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan