| Sf. Gutt

Í hnotskurn

Fyrsta tap leiktíðarinnar og það fyrsta frá því í mars á síðustu leiktíð. Það versta var að þetta var versta tap Liverpool fyrir Everton í 42 ár.

- Liverpool og Everton leiddu saman hesta sína í 204. sinn.

- Liverpool hefur unnið 79 af leikjunum, Everton 64 og 61 sinni hafa liðin skilið jöfn.

- Þetta var fyrsta tap Liverpool í öllum keppnum frá því í mars þegar liðið tapaði 2:1 fyrir Arsenal á Highbury.

- Liverpool lék seytján leiki frá þeim tapleik og fram að leiknum á Goodison Park.

- Þetta var aðeins annað tap Liverpool fyrir Everton á tuttugustu og fyrstu öldinni.

- Þetta var stærsta tap Liverpool fyrir Everton frá því í september 1964 en þá unnu þeir Bláu 4:0 á Anfield Road.

- Að auki var þetta í fyrsta sinn frá því árið 1909 sem Everton nær að skora þrjú mörk á móti Livepool á Goodison Park. Everton vann 5:0 í apríl það ár.

- Mohamed Sissoko lék sinn 50. leik með Liverpool. Hann er enn ekki búinn að skora mark.

- Þeir Daniel Agger, Fabio Aurelio, Jermaine Pennant og Dirk Kuyt léku í sínum fyrsta grannaslag.

- Andy Johnson lék í sínum fyrsta grannaslag og skoraði í tvígang. Hann skoraði líka gegn Liverpool vorið 2005 þegar Crystal Palace vann sigur 1:0 á Selhurst Park. Hann fagnaði þó ekki þegar Sander Westerveld varði víti frá honum í Cardiff 2001. Sander tryggði Liverpool Deildarbikarinn með því að verja frá Andy í vítaspyrnukeppninni sem fylgdi 1:1 jafntefli í leiknum sjálfum!

Jákvætt:-) Ekki neitt!

Neikvætt:-( Það er alltaf óþolandi að tapa fyrir Everton. Ekki nóg með að Liverpool tapaði heldur var þetta versta tapið fyrir þeim í 42 ár. Leikmenn Liverpool voru ekki nógu ákveðnir og varnarleikurinn var í ólestri. Síðasta mark leiksins var svo til að kóróna hrakfarirnar.

Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:

1. Steven Gerrard. Á öðrum degi hefði fyrirliði Liverpool auðveldlega getað skorað þrennu. Hann átti tvö skot í stöng og ekkert gekk hjá honum uppi við markið.

2. Momo Sissoko. Vann eins og skepna allan leikinn og átti nokkrar góðar tæklingar.

3. Dirk Kuyt. Lífgaði upp á sóknarleik Liverpool eftir að hann kom inn á. Hann var mjög óheppinn að skora ekki þegar Tim Howard varði mjög vel frá honum.TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan