| Grétar Magnússon

Mark Gonzalez í hópnum

Mark Gonzalez hefur jafnað sig af meiðslunum sem hann hlaut í deildarbikarleiknum gegn Arsenal og er í hópnum fyrir leikinn gegn Chelsea á morgun.

Talið var að Chilebúinn ungi myndi vera frá vegna meiðslanna í þrjár vikur en hann hefur náð skjótari bata en menn töldu.

Eftir sem áður eru þeir Bolo Zenden, Momo Sissoko, Luis Garcia og Harry Kewell enn á meiðslalistanum.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan