Stephen Warnock á leið til Blackburn
Stephen Warnock virðist vera á förum til Blackburn fyrir 1,5 milljón punda. Hann gengur undir læknisskoðun í dag. Sala Lucas Neill til West Ham er ekki frágengin en samt sem áður ætlar Blackburn að tryggja sér Warnock. Upphaflega átti hann að fara í skiptum fyrir Lucas Neill en Ástralanum leist betur á nokkur peningabúnt frá Landsbankanum en stemmninguna á Anfield.
Það er vissulega mikil eftirsjá í Warnock sem er enn einn af uppöldu strákunum sem hverfa á braut. Hann kom þó meira við sögu í aðalliðinu en flestir þeirra hafa gert og lék 67 leiki fyrir Liverpool. Warnock lék fyrsta leik sinn fyrir Liverpool 10. ágúst 2004 gegn Graz AK í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar en þar var annar strákur sem þreytti frumraun sína, Darren Potter að nafni, sem yfirgaf Liverpool í gær.
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé!