Stephen Warnock á leið til Blackburn
Stephen Warnock virðist vera á förum til Blackburn fyrir 1,5 milljón punda. Hann gengur undir læknisskoðun í dag. Sala Lucas Neill til West Ham er ekki frágengin en samt sem áður ætlar Blackburn að tryggja sér Warnock. Upphaflega átti hann að fara í skiptum fyrir Lucas Neill en Ástralanum leist betur á nokkur peningabúnt frá Landsbankanum en stemmninguna á Anfield.
Það er vissulega mikil eftirsjá í Warnock sem er enn einn af uppöldu strákunum sem hverfa á braut. Hann kom þó meira við sögu í aðalliðinu en flestir þeirra hafa gert og lék 67 leiki fyrir Liverpool. Warnock lék fyrsta leik sinn fyrir Liverpool 10. ágúst 2004 gegn Graz AK í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar en þar var annar strákur sem þreytti frumraun sína, Darren Potter að nafni, sem yfirgaf Liverpool í gær.
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar!