Boðberi slæmra tíðinda
Það hlaut að vera! Það voru teikn á lofti um að váleg tíðindi væru í uppsiglingu! Því miður urðu þau teikn að veruleika þegar Liverpool fékk sinn versta skell á Anfield Road frá því á fyrri hluta síðustu aldar.
Þessi teikn fólust í því að halastjarnan McNaught svífur nú yfir jörðu. Ég sá hana meðal annars sjálfur þegar ég var á leið heim úr vinnunni og byrjaður að hlakka til að sjá Liverpool hefna sín á Arsenal fyrir tapið í F.A. bikarnum. Ég áttaði mig auðvitað ekki á því að þarna væri teikn á lofti um að Liverpool væri að fara hrakförum gegn Arsenal þá um kveldið.
Um aldir hafa menn talið halastjörnur þótt boða stórtíðindi og jafnvel hörmungar. Víst er að framganga Liverpool gegn Arsenal var alger hörmung. Stjarnan sú boðaði sem sagt ekki gott hvað varðaði fyrirhugaða hefnd Liverpool á Arsenal. Sú hefnd varð ekki að veruleika. Hvað getur maður sagt?
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!