Momo stefnir á Everton!
Momo Sissoko stefnir á nágrannaslaginn gegn Everton 3. febrúar eftir að hafa verið fjarri vegna meiðsla síðan 8. nóvember. Hann fór úr axlaliði gegn Birmingham og hefur baráttu hans verið sárt saknað af miðjunni þó Liverpool hafi spjarað sig ágætlega í fjarveru hans.
Steven Gerrard var færður inná miðjuna og hefur staðið sig mun betur en á hægri kantinum og nú er spurningin er hvar Gerrard spilar í kjölfarið því jafnan er Sissoko í byrjunarliðinu þegar hann er heill. Líklegt er að Alonso spili fyrir framan Sissoko og vonandi verður Gerrard settur í holuna fyrir aftan framlínuna í stað þess að henda honum aftur út á kant.
Hvað sem öðru líður iðar Sissoko í skinninu eftir að leika á ný: "Ég hef lent í alvarlegum meiðslum en það er hluti af leiknum. Ég hef lagt hart að mér til að fá bata og líður ágætlega núna."
-
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir

