| Sf. Gutt

Xabi segist hafa átt að fá vítaspyrnu

Umdeilt atvik gerðist um miðjan fyrri hálfleik í bikarleik Liverpool og Arsenal í gær. Xabi Alonso braust þá inn í vítateiginn. Brasilíumaðurinn Gilberto Silva renndi sér fyrir hann. Stuðningsmenn Liverpool vildu fá vítaspyrnu en Xabi var dæmdur sekur um leikaraskap og fékk gult spjald ofan í kaupið. Xabi segist hafa átt á fá vítaspyrnu. Vítaspyrna hefði sannarlega getað breytt gangi leiksins ef Liverpool hefði komist yfir úr henni.

"Ég fann að ég var snertur og það fór ekki milli mála að snerting átti sér stað. Fólk sem hefur séð atvikið í sjónvarpi segir að þetta hafi verið augljós vítaspyrna og mér fannst það á vellinum. Ég sagði dómaranum og Gilberto að snerting hefði átt sér stað og ég hefði ekki haft rangt við. Ég var að reyna að halda áfram með boltann en féll því snerting kom mér úr jafnvægi. Ég var ekki að svindla neitt."

Hver og einn getur dæmt fyrir sig með þetta atvik. Eftir stendur þó að Gilberto snerti ekki boltann heldur Xabi þegar hann renndi sér fyrir Spánverjann. Þar fyrir utan er Xabi Alonso ekki þekktur fyrir neinn leikaraskap. Öðru nær.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan