| Sf. Gutt

Allt í góðu

Einn fyrrum leikmaður Liverpool mætti á dögunum aftur heim á Anfield Road. Sá hafði fyrir leikinn ekki verið nógu varkár í viðtölum og gat því átt von á ýmsu. Þetta var Jan kromkamp sem spilaði með nýja liðinu sínu PSV Eindhoven gegn Liverpool í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Reyndar lék Jan báða leiki liðanna en það var fyrir seinni leikinn á Anfield Road sem Jan féll í þá gildru að vera ekki nógu gagnorður í einu viðtali. Það viðtal var svo birt með þeim formerkjum að Jan væri að gagrýna Liverpool fyrir að beita full mikið löngum sendingum. Rafael svaraði Jan fyrir leikinn og sagði að Hollendingurinn ætti að vita betur um leikstíl Liverpool því hann hefði jú spilað með liðinu í rúmlega hálft ár. Jan sagði svo á leikdegi að blaðamaðurinn hefði mistúlkað það sem hann sagði. Eftir þessi orðaskipti hefði kannski mátt eiga von á því að stuðningsmenn Liverpool létu Jan heyra það á leiknum. Það fór sem betur fer ekki svo enda alltaf leiðinlegt þegar fyrrum leikmenn liða fá kuldalegar kveðjur þegar þeir snúa aftur til baka.

Jan stóð sig þokkalega í leiknum sem Liverpool vann 2:0 og tryggði sér þar með sigur í riðlinum. Liðin fóru bæði upp úr riðlinum og gætu því lent saman aftur seinna í keppninni. Jan gæti því leikið aftur gegn Liverpool á þessari leiktíð. Eins og allir vita mættir Liverpool Barcelona í næstu umferð keppninnar en PSV leikur gegn Arsenal.

Jan Kromkamp lék aðeins 18 leiki með Liverpool eftir að hann kom frá Villareal í byrjun árs. Hann fór svo til PSV í lok ágúst. Jan náði þó að vinna einn titil með Liverpool þegar hann var í sigurliði í úrslitaleik F.A. bikarsins í vor. Jan gengið vel í Hollandi á leiktíðinni. Hann hefur verið fastamaður í liði PSV sem er efst í hollensku deildinni. Á meðfylgjandi mynd er Jan að klappa fyrir áhorfendum á Anfield Road.

 

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan