Jan Kromkamp

Fæðingardagur:
17. ágúst 1980
Fæðingarstaður:
Makkinga, Hollandi
Fyrri félög:
Go Ahead Eagles, AZ Alkmaar, PSV Eindhoven
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
04. janúar 2006
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Kromkamp hóf ferillinn sem miðjumaður hjá Go Ahead Eagles 1998/99 tímabilið í hollensku 2. deildinni. Hann var seldur til AZ Alkmaar fyrir 2000/01 tímabilið þar sem hann hóf að leika stöðu hægri bakvarðar.

Kromkamp lék gegn Villareal í átta liða úrslitum UEFA-bikarins á síðasta tímabili og hann vakti athygli Villareal, Porto, Valencia og Arsenal fyrir framgöngu sína í keppninni. AZ Alkmaar var stjórnað af röggsemi af Co Adriaanse og komst í undanúrslit UEFA-bikarsins og lenti í þriðja sæti deildarinnar 2004/05 tímabilið. Kromkamp komst í hollenska landsliðshópinn og hefur nú leikið 8 landsleiki eftir að hann þreytti frumraun sína gegn Svíþjóð 18. ágúst 2004.

AZ Alkmaar er orðið eitt af bestu liðunum í Hollandi þrátt fyrir að hafa úr litlu að moða. Meðaláhorfendafjöldinn á heimavelli liðsins er aðeins 8.300 manns og því skiljanlegt að Kromkamp vildi reyna fyrir sér hjá stærri félagi. Samningaviðræður Kromkamp við Porto fóru út um þúfur og Villareal reyndist vera ákvörðunarstaðurinn hans í ágústmánuði 2005. Hann skrifaði undir fimm ára samning en náði sér ekki á strik á Spáni og lék aðeins 6 deildarleiki.

Benítez er fullviss um að hann muni aðlagast Liverpool betur en Spáni þar eð hann talaði ekki spænsku. Kromkamp er nú varla aukvisi ef hann er kominn í hollenska landsliðið og mun örugglega styrkja leikmannahóp Liverpool til muna.

Tölfræðin fyrir Jan Kromkamp

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2005/2006 13 - 0 4 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 17 - 0
2006/2007 1 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 1 - 0
Samtals 14 - 0 4 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 18 - 0

Fréttir, greinar og annað um Jan Kromkamp

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil