| Sf. Gutt

Áskorun! Minnumst sigursins í Istanbúl!

TilTyrklands.jpg

Liverpool spilar á Ataturk leikvanginum í Miklagarði annað kvöld í fyrsta sinn frá því liðið vann Evrópubikarinn þar þann 25. maí 2005. Liverpool leikur þá við Galatasaray í síðasta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Til að minnast kraftaverksins í Istanbúl leggja forsvarsmenn Liverpool.is það til að stuðningsmenn Liverpool til sjávar og sveita klæðist á morgun öllum þeim treyjum, peysum og bolum sem minna á sigurinn í Istanbúl. Hvort sem þið eruð við leik, nám, störf hvað þá ef þið eigið þess kost að horfa á leikinn annað kvöld fariði þá í eitthvað rautt!  Þeir sem eiga úrslitaleikinn góða á myndbandi eða mynddisk ættu að horfa á hann í kvöld!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan