| Sf. Gutt

Í hnotskurn

Gott tækifæri fór forgörðum. Leikur hinna glötuðu tækifæra. Þetta er leikur Liverpool og Portsmouth í hnotskurn.

- Liverpool lék þrívegis við Portsmouth á síðustu leiktíð og vann alla leikina. Fyrir utan tvær viðureignir í deildinni mættust liðin í F.A. bikarnum.

- Þrátt fyrir að Liverpool hafði ekki unnið útisigur í deildinni þegar leikurinn fór fram hefði liðið getað náð þriðja sæti með sigri og ef önnur úrslit hefðu verið hagstæð.

- Liverpool hélt markinu hrienu. Liðið hefur nú ekki fengið á sig mark í sjö af síðustu átta leikjum.

- Þetta var 24. deildarleikur Liverpool í röð án taps á Anfield Road.

- Liverpool hefur unnið 20 af leikjunum og gert fjögur jafntefli.

- Þetta var í fyrsta sinn frá því í mars sem Liverpool hefur ekki skorað í leik á Anfield Road.

- Portsmouth vann síðast sigur á Anfield Road í ágúst árið 1951.

- David Thompson lék gegn sínu gamla félagi. Hann hefur nú leikið með Coventry City, Blackburn Rovers og Wigan Athletic.

- Af og til sér maður eitthvað nýtt í knattspyrnuleik. Sol Campbell varnarmaður Portsmouth varð að fara af velli undir lokin til að skipta um skó vegna þess að annar skór hans rifnaði.

- Nabil El-Zhar lék í fyrsta sinn með Liverpool. Hann er fyrsti Marokkómaðurinn til að leika með Liverpool.

- Nabil lék með varaliði Liverpool gegn Marine kvöldið áður og hefur líklega ekki dreymt um það þá að leika með aðalliðinu sólarhring síðar.

Jákvætt:-) Liverpool hélt markinu hreinu án þess að hafa mikið fyrir því. Það var gaman að sjá ungliðana Nabil El-Zhar og Danny Guthrie fá tækifæri. 

Neikvætt:-( Liverpool náði ekki að komast upp í þriðja sæti deildarinnar eins og sigur hefur dugað til. Leikur liðsins í síðari hálfleik var kraftlaus og það var ekki fyrr en undir lokin sem liðið sett almennilegan þunga í sóknina. Gullið tækifæri fór forgörðum.

Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:

1. Jamie Carragher.

2. Steven Gerrard.

3. Daniel Agger.TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan