| HI

Middlesborough-Liverpool, tölfræði

Liverpool hefur sigrað Middlesborough 20 sinnum á Riverside í deildinni. Middlesborough gefur unnið 24 sinnum og 20 sinnum hefur orðið jafntefli.

Í heild hefur Liverpool unnið 54 sinnum í deildinni, Middlesborough 37 sinnum og jafnoft hafa liðin gert jafntefli.

Leikur liðanna á Riverside í fyrra endaði með markalausu jafntefli en þetta var í fyrstu umferð tímabilsins. Middlesborough lék síðustu 16 mínútur leiksins einum færri eftir að Ugo Ehiogu var vísað af leikvelli.

Liverpool vann heimaleikinn í deildinni í fyrra 2-0 og skoraði Fernando Morientes bæði mörkin. Þetta var síðasti leikur Liverpool áður en liðið fór til Japans til að keppa í heimsmeistarakeppni félagsliða.

Liverpool hefur aðeins unnið tvo af síðustu tíu leikjum sínum á Riverside og tapað fimm af þessum leikjum. Síðan vann Liverpool á þessum velli í mars 2002 og skoruðu þó John Arne Riise og Emile Heskey í 2-1 sigri.

Þegar Liverpool hélt hreinu á þessum velli í fyrra var það aðeins í annað sinn í síðustu 11 deildarleikjum þar. Liðið hefur aðeins skorað í einum af síðustu sjö leikjum á þessum velli og ekki skorað í síðustu fjórum leikjum þar, eða síðan í sigrinum góða fyrir fjórum árum.

Stærsti útisigur Liverpool á Middlesborough í deildinni er 5-1, í nóvember 1905. Stærsta tap er 0-5 í fyrstu umferð keppnistímabilsins 1929-30.

Síðasti leikmaður Liverpool til að fá rautt spjald í leik þessara liða í deildinni var Dominic Matteo í febrúar 1999 á Anfield.

Fabrizio Ravanelli var síðasta leikmaður Boro til að skora þrennu gegn Liverpool. Hann gerði það í 3-3 jafnteflisleik í ágúst 1996 og var það jafnframt fyrsti leikur hans með liðinu. Síðasti leikmaður Liverpool til að skora þrennu gegn Boro var Robbie Fowler, í 5-1 sigurleik í desember 1996 á Anfield.

Eini leikmaður Liverpool sem hefur náð að skora þrennu í útileik gegn Boro var Joe Hewitt í nóvember 1905.

Bolo Zenden skoraði í leik þessara liða á þarsíðasta tímabili, en þá lék hann með Boro sem vann leikinn 2-0. Gabb skoraði 15 mörk í 88 leikjum með liðinu í öllum keppnum.

Zenden, Jose Reina og Momo Sissoko léku allir sinn fyrsta deildarleik með Liverpool á þessum velli í fyrra.

Jamie Carragher lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool á þessum velli þegar hann kom inná sem varamaður í deildarbikarleik fyrir tæpum 10 árum.

Steve Finnan leikur sinn 100. leik fyrir Liverpool ef hann verður með í leiknum.

Liverpool hefur unnið tíu leiki og tapað fimm gegn Middlesborough í úrvalsdeildinni, en liðin hafa mæst 22 sinnum síðan úrvalsdeildin var stofnuð.

Markalausa jafnteflið á síðasta tímabili var aðeins það þriðja í 64 deildarleikjum liðanna á heimavelli Boro. Tvö þeirra hafa komið á síðustu þremur tímabilum.

Ef Liverpool skorar tvisvar á morgun mun Boro þá hafa fengið á sig 600 mörk í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool hefur ekki haldið hreinu á útivelli í deildinni síðan í apríl þegar liðið vann Blackburn 1-0.

Liðið hefur heldur ekki skorað mark á útivelli í deildinni síðan í fyrstu umferðinni. Það gerði Robbie Fowler úr vítaspyrnu gegn Sheffield United.

Í síðustu 57 leikjunum sem Liverpool hefur skorað fyrsta markið hafa þeir unnið 54 leiki og gert 3 jafntefli.

Gareth Southgate, sem nú er framkvæmdastjóri Boro, hefur tvisvar skorað fyrir Middlesborough gegn Liverpool - í bæði skiptin árið 2002.

Middlesborough hefur ekki náð að skora í 6 af 13 leikjum sínum í öllum keppnum í vetur.

Yakubu lék sinn fyrsta leik fyrir Boro í leik þessara liða á Riverside á síðasta tímabili.

Boro spilaði 26 bikarleiki í fyrra. Liðið komst í úrslit í UEFA-bikarnum, undanúrslit í enska bikarnum og átta liða úrslit í deildarbikarnum.

Eini bikarleikurinn þeirra á þessu tímabili er 1-0 tap gegn Notts County, sem leikur í 3. deild.

Boro hefur unnið þrjá síðustu heimaleiki sína í deildinni, gegn Everton, Newcastle og West Ham. Liðið hefur fengið á sig sjö mörk í sex heimaleikjum í deildinni, fjögur þeirra gegn Portsmouth í ágúst.

Allir fjórar deildarsigar Middlesborough í vetur hafa verið á heimavelli, þar á meðal 2-1 sigur gegn Chelsea þegar þeir lentu undir en unnu. Liðið hefur einnig gert jafntefli við Arsenal og Bolton.

Boro hefur aðeins einu sinni í síðustu ellefu leikjum skorað meira en eitt mark.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan