| Grétar Magnússon

Steven Gerrard ekki með á morgun

Steven Gerrard verður ekki með í leiknum gegn Bordeaux á miðvikudagskvöldið vegna smávægilegra meiðsla aftan í læri.  Steven verður eftir á Melwood þar sem hann mun vonandi jafna sig af meiðslunum í tæka tíð fyrir leikinn gegn Manchester United á sunnudaginn.

,,Steven fann aðeins fyrir sársauka aftan í læri (hamstring) eftir leikinn gegn Blackburn og verkurinn hefur ekki horfið."  Sagði Rafael Benitez á Melwood í morgun.

,,Við höfum talað við lækni og ákváðum að það er ekki áhættunnar virði að að láta hann spila gegn Bordeaux.  Ef þetta væri síðasti leikurinn á tímabilinu og hann þyrfti nauðsynlega að spila þá gæti hann það en það er ekki ástæða til að taka áhættuna að þessu sinni."

,,Ég held að hann verði búinn að jafna sig eftir nokkra daga."

Robbie Fowler og Daniel Agger verða einnig eftir á Englandi þar sem þeir eru ennþá að jafna sig af meiðslum.  Momo Sissoko og Dirk Kuyt munu hinsvegar fara til Frakklands en ólíklegt er að þeir taki báðir einhvern þátt í leiknum.

,,Ég myndi segja að Momo eigi u.þ.b. 80% líkur á því að spila og Kuyt aðeins 20%," sagði Benitez.

Unglingaliðsmaðurinn Lee Peltier er í hópnum sem heldur til Frakklands.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan