| Grétar Magnússon

Kuyt ánægður með samstarfið við Bellamy

Dirk Kuyt var ánægður með að hafa fengið tækifæri í sókninni á þriðjudaginn og ekki skemmdi fyrir að samstarf hans og Craig Bellamy lofar góðu fyrir framhaldið.  Þeir félagar virtust hafa yfirnáttúrulegan skilning sín á milli í sókninni og með smá heppni hefðu þeir báðir getað skorað í leiknum við PSV.

Kuyt var sérlega ánægður með Bellamy og viðurkenndi að hraði Bellamy er vissulega ógnvekjandi.

,,Mér fannst samstarf okkar Craig Bellamy ganga vel," sagði Kuyt.  ,,Hann er svo snöggur að það gerir varnarmenn taugaóstyrka og mér fannst hann fullsnöggur fyrir línuverðina líka.  Það var að minnsta kosti einn rangstöðudómur sem var rangur, Bellamy virtist fyrir innan vörnina en var það ekki þegar sendingin kom, hann er bara svona snöggur."

,,Fyrir mína parta, þá vil ég bara reyna að leggja mig 100% fram og það er mjög þýðingarmikið fyrir mig að fá hrós frá liðsfélögum mínum eftir leiki.  Þeir sögðu að ég hefði unnið vel og gert vel fyrir liðið og það var frábært að heyra það."

,,Það eina sem mér fannst pirrandi við veru mína hjá Feyenoord var að við náðum aldrei að komast í Meistaradeildina.  Það hefur alltaf verið mitt markmið að spila þar og það reyndist vera allt sem ég hafði búist við."
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan