| Grétar Magnússon

Ekki nógu grimmir

Rafael Benitez sagði eftir tapið gegn Everton að sínir menn hefðu þurft að sýna meiri grimmd.  Tapið var stærtsta tap Liverpool fyrir Everton í 42 ár og sveið sárt.

Þrátt fyrir að hafa átt 21 marktilraun tapaðist leikurinn 3-0 og það verður að segjast að mistök varnarmanna voru dýr í leiknum.  Liverpool hefur ekki þurft að þola svona stórt tap fyrir Everton síðan 1964 þegar þeir bláu sigruðu 4-0.

Benitez segir að Liverpool verði að taka sig saman varnarlega og spila af meiri hörku gegn PSV Eindhoven á þriðjudag.

,,Kannski þarf maður að leggja harðar að sér í vörninni þegar maður er með marga sóknarsinnaða leikmenn inná vellinum."

,,Við þurftum að vera grimmari.  Þeir reyndu tvær langar sendingar snemma í leiknum og við vorum hræddir.  Eftir það fórum við að senda boltann á milli okkar og höfðum stjórn á leiknum en svo kom fyrsta markið."

,,Það er auðvelt að skipta um skap.  Það getur gerst á einni mínútu.  Það sem þarf að vinna að er hreyfanleiki og taktíkin sem við spilum.  Það er auðvelt að skipta yfir í að spila fastar og verða ákveðnari, maður getur skyndilega ákveðið að verða grimmari o.s.frv."

Benitez viðurkennir að hann hafi ekki mikinn tíma til að vinna með hópinn eftir að hafa misst flesta leikmennina í 10 daga landsleikjahlé eftir aðeins tvo leiki í deildinni.

,,Nokkrir nýjir leikmenn hafa ekki verið að æfa mikið með hópnum það sem af er tímabili.  Við þurfum að halda áfram og ná fram skilningi á milli leikmanna svo að skipulagið okkar verði betra."
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan