John Arne aftur frá vegna meiðsla
John Arne Riise meiddist aftur á ökkla þegar tíu mínútur voru til leiksloka á Goodison Park í gær. Þetta var sami ökklinn og hann meiddist á fyrsta deildarleiknum á leiktíðinni. Þetta er áfall fyrir John Arne en hann var nýbúinn að ná sér eftir þau meiðsli. Meiðslin eru ekki talinn mjög alvarleg en Norðmaðurinn verður frá keppni í hálfan mánuð það minnsta.
Margir stuðningsmenn Liverpool veltu því fyrir sér, eftir leikinn, af hverju John Arne og Jamie Carragher voru látnir spila í gær því fram eftir allri viku voru þeir sagðir óleikfærir. Jamie var ólíkur sjálfum sér í leiknum og svo meiðist John Arne aftur. Eftir á að hyggja fannst mörgum að það hefði verið betra að láta þá tvo ná sér betur af meiðslunum en það er jú alltaf hægt að vera vitur eftir á.
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé!