| Grétar Magnússon

Fréttir af Carragher og Riise

Rafa Benitez mun geyma það fram á síðustu stundu með að ákveða hvort hann tefli þeim John Arne Riise og/eða Jamie Carragher fram í nágrannaslagnum á morgun.  Báðir leikmennirnir hafa æft síðan í gær.

Benitez hefur staðfest það að hann muni sjá til með hvernig þeim líður áður en hann tilkynnir liðið á laugardagsmorguninn.

,,Allir leikmennirnir vilja spila og þeir segjast allir vera 100% klárir í leikinn þegar þeir eru kannski ekki nema 50% klárir.  Ég þarf því að ákveða það hverjir munu byrja leikinn."

,,Leikjadagskráin okkar er brjálæðisleg því við erum að spila tvo leiki á viku næstu 12 til 13 vikurnar og það er því mikilvægt að hafa stóran hóp leikmanna hjá topp félagi eins og Liverpool."
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan