Kuyt vill heyra baulið frá áhangendum Everton
Dirk Kuyt þráir að spila á móti Everton því að hann segist leika best þegar leikið er gegn nágrannaliðum og erkifjendum.
"Ég get vart beðið eftir því að leika gegn Everton. Ég elska að leika í svona leikjum. Ég leik best undir svona kringumstæðum því að ég nærist á stemmningunni á áhorfendapöllunum. Ég elska að fara í ljónagryfjur á útivelli þegar púað er á hverja einustu snertingu manns. Það slær mig ekki útaf laginu, heldur hvetur mig til dáða. Ég hef séð nágrannaslagina á Merseyside í sjónvarpinu og þeir virðast frábærir. Allir syngja og leikurinn er mjög hraður. Ég elska slíka ástríðu og svoleiðis stemmningu.
Ég veit hversu þýðingarmikið það er í augum stuðningsmannana ef maður skorar gegn erkifjendunum. Ég myndi vilja skora gegn Everton því að það myndi efla tengsl mín við aðdáendurna. Ég myndi gjarnan vilja skotmark gífuryrða áhangenda Everton því að það myndi þýða að þeir hafi tekið eftir mér. Ég er vanur svona stórleikjum og vil standa mig vel í þeim."
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum