Þrír aðrir á útleið
Jan Kromkamp og Salif Diao eru sennilega á förum frá Liverpool rétt eins og Neil Mellor. Florent Sinama Pongolle er farinn á ársláni.
Eins og greint hefur verið frá þá hefur Liverpool boðið í hægri bakvörð Blackburn og ef hann skrifar undir þá er öruggt að Jan Kromkamp sé á förum til PSV í Hollandi. Blackburn hafnaði fyrsta boði Liverpool í Neill en félagið mun gera sitt ítrasta til að fá hann fyrir miðnætti á fimmtudag. Kromkamp hefur einungis leikið 18 leiki fyrir Liverpool síðan hann kom í janúar.
Pongolle var lánaður til Recreativo de Huelva í dag. Pongolle verður einungis lánaður í eitt ár og því er ekki öll nótt úti enn varðandi hann þó að líklegt megi telja að hann verði seldur næsta sumar.
Recreativo sem komst upp í spænsku úrvalsdeildina fyrir þetta tímabil vonast líka til að kaupa Salif Diao. Hann verður látinn fara frítt en hann á eitt ár eftir af samningi sínum. Honum tókst ekki beint að slá í gegn hjá Liverpool síðan hann var keyptur fyrir fjórum árum og hefur byrjað 8 leiki og komið 6 sinnum inná síðan Rafa tók við.
-
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir

