| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Líkt og undanfarnar leiktíðir verða spár Mark Lawrenson birtar hér á Liverpool.is. Spár hans, sem birtast á vefsíðu BBC, hafa verið fastur liður hér síðustu leiktíðir. Ákveðið hefur verið að halda áfram að birta, spárnar sem Mark Lawrenson setur fram, hér á Liverpool.is. 

Það verður hátíð á Anfield Road á morgun þegar Liverpool leikur sinn fyrsta heimaleik sinn í deildinni. Ástæðan er sú að þessi helgi liggur næst þeim degi þegar ein öld er liðin frá því áhorfendastæðin, sem kallast The Kop, voru vígð. Þau voru reyndar vígð þann 1. september árið 1906 þegar Liverpool lagði Stoke City að velli 1:0.  En það er á morgun sem það verður haldið upp á aldarafmæli The Kop. Það verður fánadagur á Anfield Road og búist er við gríðarlegri stemmningu hjá stuðningsmönnum Liverpool. Vonandi nær Tólfti maðurinn að hvetja Liverpool til sigurs í þessari miklu afmælisveislu.

Allir muna eftir síðustu viðureign Liverpool og West Ham United. Sú fór beinustu leið í sögubækurnar sem einn besti bikarúrslitaleikur sögunnar. Leikur liðanna þann 13. maí í voru var hreint út sagt ótrúlegur og verður lengi í minnum hafður. Hamrarnir voru þá nokkrum andartökum frá því að leggja Liverpool að velli en Steven Gerrard jafnaði metin 3:3 þegar vallarþulurinn tilkynnti að fjórum mínútum hefði verið bætt við venjulegan leiktíma. Markð var eitt það magnaðasta sem skorað hefur verið í bikarúrslitaleik fyrr og síðar. Liverpool vann svo 3:1 í vítaspyrnukeppni og F.A. bikarinn fór til Liverpool í sjöunda sinn. Ekki er ótrúlegt að leikmenn West Ham United hafi hug á að hefna fyrir leikinn í Cardiff.  Hvað skyldi Mark álíta um leikinn á morgun?  

Liverpool v West Ham United

Þó svo að Liverpool hafi þurft að ferðast til Kiev í forkeppni Meistaradeildarinnar verð ég að spá liðinu sigri. Liverpool spilar þarna fyrsta heimaleik sinn á leiktíðinni og heimavöllurinn þeim verður styrkur af heimavellinum. Ég býst við opnum leik og ég held að það muni henta Liverpool. 

Úrskurður: Liverpool v West Ham United. 2:0.

kop2.jpg


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan