Draumur rættist
Mark Gonzalez segir að sigurmark sitt gegn Maccabi Haifa sé mikilvægasta mark sem hann hefur skorað á ferli sínum. Vissulega var markið bæði mikilvægt og verðmætt því ef allt fer vel í seinni leiknum gæti það hafa lagt grunn að sæti Liverpool í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með þeim peningum sem þátttöku þar fylgja. En markið var ekki bara mikilvægt því um leið og boltinn hafnaði í markinu rættist draumur. Mark sagði þetta eftir leikinn.
,,Draumur minn rættist í kvöld. Það var alveg einstakt að skora á Anfield í fyrsta leik mínum. Ég var ekki viss um, þegar ég kom inn á, hvort ég hefði nægan tíma til að skora. En boltinn féll vel fyrir mér í teignum og ég náði að hitta hann alveg eins og ég vildi. Þetta var skemmtileg stund fyrir mig en það mikilvægasta var að við náðum að vinna leikinn. Við náðum því en þetta er bara byrjunin og það er enn verk til að vinna.
Við erum Liverpool og við verðum að vera með í Meistaradeildinni en við erum enn ekki komnir í hana. Ég held að þetta sé mikilvægasta mark sem ég hef nokkurn tíma skorað. En þessi leikur var mjög mikilvægur fyrir Liverpool og það var mjög mikilvægt að vinna hann því við viljum vera með í Meistaradeildinni."
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fjölmargir ungliðar valdir í landslið -
| Sf. Gutt
Mohamed orðinn markahæstur í Evrópukeppnum! -
| Sf. Gutt
Mark númer 100 hjá Roberto Firmino! -
| Sf. Gutt
John Toshack var hætt kominn! -
| Sf. Gutt
Enn og aftur hættur við að hætta! -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum -
| Sf. Gutt
Tap í Madríd -
| Sf. Gutt
Tíu valdir í landslið -
| Sf. Gutt
Verðum að enda leiktíðina af krafti!