Fjöldi fólks fagnaði Bikarmeisturunum á götum Liverpool
Talið er að um eitthundrað þúsund manns hafi verið á götum Liverpool síðdegis í dag til að hylla Bikarmeistarana. Þeim var ekið á opnum strætisvagni um tíu mílna leið um götur borgarinnar. Með í för voru leikmenn aðalliðsins, forráðamenn og fjölskyldur. Fjöldi fólks varðaði leiðina sem strætisvagninn ók um. Fólk var skiljanlega í hátíðarskapi og veifaði treflum, borðum og fánum.
Fjöldinn var þó langt frá því eins mikill og hyllti liðið þegar það sneri heim með Evrópubikarinn eftir sigurinn í Istanbúl. Þá er talið að hátt í ein milljón manna hafi verið á götum Liverpool. En það var samt hátíðarstemming í Liverpool í dag og margir lögðu leið sína út á götur til að sjá hetjurnar sínar og bikarinn sem nú mun gista bikarageymslurnar á Anfield Road í sjöunda sinn!
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Óvíst með Ibrahima Konaté -
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Ekkert mark í fyrsta sinn í rúmt ár! -
| Sf. Gutt
Pep Lijnders kominn á annan bekk! -
| Sf. Gutt
Kveðja Trent til Diogo -
| Sf. Gutt
Varð bara að skalla boltann! -
| Sf. Gutt
Sannfærandi sigur!

