Fjöldi fólks fagnaði Bikarmeisturunum á götum Liverpool
Talið er að um eitthundrað þúsund manns hafi verið á götum Liverpool síðdegis í dag til að hylla Bikarmeistarana. Þeim var ekið á opnum strætisvagni um tíu mílna leið um götur borgarinnar. Með í för voru leikmenn aðalliðsins, forráðamenn og fjölskyldur. Fjöldi fólks varðaði leiðina sem strætisvagninn ók um. Fólk var skiljanlega í hátíðarskapi og veifaði treflum, borðum og fánum.
Fjöldinn var þó langt frá því eins mikill og hyllti liðið þegar það sneri heim með Evrópubikarinn eftir sigurinn í Istanbúl. Þá er talið að hátt í ein milljón manna hafi verið á götum Liverpool. En það var samt hátíðarstemming í Liverpool í dag og margir lögðu leið sína út á götur til að sjá hetjurnar sínar og bikarinn sem nú mun gista bikarageymslurnar á Anfield Road í sjöunda sinn!
-
| Sf. Gutt
Áhorfandi settur í bann! -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Fjórir í Liði ársins! -
| Sf. Gutt
Leikmaður ársins! -
| Sf. Gutt
Ben Doak seldur -
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir Giovanni Leoni -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Diogo Jota og Andre Silva minnst -
| Sf. Gutt
Nýjasta nýtt úr sögunni endalausu -
| Sf. Gutt
Liverpool vill kaupa Marc Guehi