Mauricio Pellegrino hafnaði Liverpool
Mauricio Pellegrino sem kom frá Valencia og lék 13 leiki með Liverpool á síðustu leiktíð, hafnaði tilboði Liverpool um að taka við varaliði félagsins af Paco Herrera. Argentínumaðurinn hefur ávallt verið í miklum metum hjá Benítez ef marka má bók Paco Lloret um Rafa þar sem kemur fram að Mauricio hafi verið augu og eyru Rafa inná á vellinum hjá Valencia.
Mauricio Pellegrino náði ekki að aðlagast hraðanum í enska boltanum en Rafa efast greinilega ekki um skipulagshæfileika hans frekar en fyrri daginn. En Mauricio valdi fremur að spila eina leiktíð í viðbót með Alaves áður en hann myndi leggja skóna á hilluna. Það verður fróðlegt að sjá hvern Rafa ræður í starfið.
-
| Sf. Gutt
Mun alltaf elska Liverpool! -
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur

