| Sf. Gutt

Robbie bíður eftir símtali frá Kónginum

Roobie Fowler bíður hinn rólegasti eftir því að Kóngurinn slái á þráðinn til hans og óski honum til hamingju með að hafa farið upp fyrir hann á listanum yfir markahæstu menn í sögu Liverpool!

Markið sem Robbie skoraði gegn West Bromwich Albion um helgina var 173. markið sem hann skorar fyrir Liverpool. Hann fór þar með upp fyrir Kenny Dalglish og er nú númer fimm á markalistanum. Kenny færðist þar með niður í sjötta sæti. Robbie bíður nú eftir að síminn hringi og Kóngurinn sé á línunni.

,,Hann hefur alltaf hringt í mig á ferli mínum þegar mér hefur gengið vel. Hann hefur reyndar líka haft samband við mig þegar það hefur blásið á móti hjá mér svo ég hlýt að fara fá hringingu frá honum. Ég held að Kenny muni ekki taka því illa þó mér hafi tækist að ná þessu marki því hann vill alltaf það besta fyrir Liverpool. Þegar ég var að æfa með yngri liðum Liverpool þá var Kenny framkvæmdastjóri liðsins. Ég hitti hann þá nokkrum sinnum. Þegar maður var að alast upp þá vissi maður vel af því að Kenny var frábær leikmaður. Hann hafði því sterka nærveru þegar hann kom inn í búningherbergið. Hann var vanur að fylgjast með ungu leikmönnunum.

Ég er gríðarlega stoltur yfir því að hafa komist nærri einhverjum afrekum KD. Ég hélt að þetta tækifæri hefði gengið mér úr greipum. Það var því frábært að fá tilboð um að koma hingað aftur í janúar. Ég er mjög ánægður með að hafa farið fram úr Kenny á markalistanum. En það er reyndar næg hamingja fólgin í því að vera kominn hingað aftur. Ég hef alltaf haft samband við Kenny hvar svo sem mig hefur borið niður á ferli mínum. Það sama má segja um nokkra aðra fyrrum sóknarmenn Liverpool."

Robbie þarf reyndar ekki að hafa neinar áhyggjur af því að Kenny hafi mislíkað að hafa færst niður um eitt sæti á markakóngalistanum. Kenny sagði fyrr í dag að hann gleddist fyrir hönd Robbie. Skotinn sagði reyndar fyrst í gríni að hann hefði viljað að Robbie hefði aldrei snúið aftur til Liverpool!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan