Weir segir sjálfstraustið mikið hjá Everton
Liverpool unnu leikinn nokkuð auðveldlega 1-3 eftir mörk frá Peter Crouch, Steven Gerrard og Djibril Cisse en Weir er fullviss um að Everton verði ekki nein lömb að leika sér við.
Hann hafði þetta um málið að segja: ,,Við erum á ágætis skriði núna. Við höfum skorað nokkur mörk í síðastliðnum leikjum og hlutirnir eru að ganga upp sem stendur."
,,Við þurfum ennþá að vinna að nokkrum hlutum, við erum ekki að toppa á neinn hátt eins og er en það er mikið af jákvæðum hlutum sem hægt er að horfa til. Þrátt fyrir það eru nágrannaleikir alltaf öðruvísi og þeir sjá um sig sjálfir. En það er samt mikið sjálfstraust í liðinu."
,,Síðasti nágrannaslagur endaði illa fyrir okkur, það var einn af lægstu punktunum á þessu tímabili en við höfum haft nokkra aðra lága á þessu tímabili og alltaf náð að komast upp úr þeim. Liverpool komust nokkuð auðveldlega frá leiknum og það hafa ekki margir leikir verið þannig og alltaf hefur verið skorað nokkuð af mörkum."
,,Stundum þarf maður að ganga í gegnum erfiða tíma til að komast að góðu stundunum."
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina