| HI

Robbie Fowler kominn á bragðið

Robbie Fowler var eins og gefur að skilja ánægður með að ná loksins inn löglegu marki eftir að hann sneri aftur til Liverpool. Fowler hafði áður skorað þrjú mörk sem höfðu verið dæmt af. Hann telur sjálfur að tvö þeirra hafi verið lögleg. En markið sem hann skoraði í gærkvöldi var hins vegar gott og gilt.

,,Það skiptir engu máli þó að ég hafi ekki skorað fyrir framan Kop. Mark er mark sama hvoru megin það er skorað á vellinum. Ég er ánægður með að vera farinn að skora aftur. Það er langt um liðið frá því það gerðist síðast og fólk hefur verið að benda á það. En ég er á góðri leið aftur."

Rafael Benítez var ekki síður ánægður með markið. ,,Þetta var fyrsta löglega markið hans og skipti hann miklu máli. Ég veit að það hefur verið rætt mikið um Robbie Fowler, en Peter, Fernando og Djibril þurfa líka að gera eitthvað og þeir hafa verið að vinna vel. Þetta var frábær leikur fyrir framherjana og liðið og sem framkvæmdastjóri er mikilvægt að sjá alla framherjana eiga þátt í mörkum. Þeir skoruðu þrjú mörk og Djibril lagði eitt upp. Framherjarnir verða að skora en kannski getum við hætt að ræða þessa hluti núna."

Markið sem Robbie skoraði var það 172. sem hann skorar á ferli sínum hjá Liverpool. Hann er nú jafn Kenny Dalglish sem fimmti markahæsti leikmaður Liverpool frá upphafi vega.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan