Benítez ósáttur við ummæli van Basten
Rafael Benítez hefur svarað fullum hálsi gagnrýni Marco van Basten landsliðsþjálfara Hollands á Jan Kromkamp, en hann sagði leikmanninn hafa tekið slæmar ákvarðanir fyrir feril sinn. Þessi ummæli féllu í kjölfar þess að Kromkamp var ekki valinn í hollenska landsliðið fyrir leik liðsins í vikunni.
Benítez segir að Kromkamp muni spila hjá sér á þessu tímabili. "Ég hef séð þessi ummæli. Ef maður vill segja eitthvað slíkt ætti maður að tala við leikmanninn beint, ekki við fjölmiðla. Ef þú vilt stjórna ferli leikmannsins skaltu tala við hann, ekki við blöðin. Í fótbolta nú til dags býst maður við að umboðsmenn tali á þennan hátt en ekki fólk sem er ekki í daglegu sambandi við leikmanninn.
Þetta kemur honum ekki við. við erum að taka um framtíð leikmanns og fjölskyldu hans. Ég get ekki séð það sem neikvæðan hlut að ganga til liðs við Liverpool. Kromkamp var ekki að spila hjá Villarreal og við ákváðum að kaupa góðan leikmann. Hann var í byrjunarliði Liverpool um síðustu helgi og var duglegur á hægri vængnum. Við notuðum hann því að við þurftum á lausn að halda og hann sýndi að hann er góður leikmaður."
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum