Stærsta mark ferilsins
Peter Crouch var vitaskuld himinlifandi eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Manchester United í enska bikarnum og segir að þetta mark sé það stærsta sem hann hafi skorað á ferlinum.
"Leikir Liverpool og Man. Utd. eru sennilega þeir stærstu í ensku knattspyrnunni svo að það er einstakt að skora sigurmarkið í þeirri viðureign. Við vorum niðurbrotnir eftir að hafa tapað á síðustu mínútu leiksins á Old Trafford í deildinni en þetta bætir það upp. Mér fannst við verðskulda sigurinn. Hraðinn var góður í leiknum og við sköpuðum sennilega fleiri færi. Þetta er frábær sigur fyrir okkur og við munum njóta hans."
Peter Crouch þurfti að fara af velli í nokkrar mínútur í seinni hálfleik meðan verið var að sauma saman ljótt sár á höfði hans. "Þetta lítur ekki vel út fyrir ofan augað á mér. En læknirinn gerði vel í að koma mér strax aftur á völlinn. Ég er aðeins aumur ennþá en mér er sama um það fyrst við unnum leikinn."
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!