| Sf. Gutt

Sigur á Everton

Það er alltaf gaman að vinna Everton. Einn af þessum skemmtilegu sigrum átti sér stað í kvöld þegar varalið Liverpool vann granna sína 1:0 á útivelli. Sigurmarkið skoraði varamaðurinn Ramon Calliste. Leikurinn var eins og allir leikir liðanna frá fyrstu tíð, milli hvaða liða félaganna sem er, milli ungra leikmanna sem reyndari harður og ekkert var gefið eftir. Þrír leikmenn Liverpool meiddust en sigur hafðist.

Það gekk mikið á í fyrri hálfleik og eftir aðeins 10 mínútur varð Austurríkismaðurinn Besian Idrizaj að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Ramon Calliste leysti hann af í sókninni. Daninn Daniel Agger lék svo ekki með eftir leikhlé eftir að hafa orðið fyrir meiðslum. Danny Guthrie átti besta færi Liverpool í fyrri hálfleik en hann náði ekki til boltans í góðu færi eftir að Paul Anderson hafði gefið fyrir markið. Hættulegasta færi Everton átti Paul Hopkins en David Martin varði vel frá honum. David varði aftur vel eftir leikhlé frá John Paul Kissock. Það fækkaði í liði þeirra Bláu á 68. mínútu þegar fyrirliði þeirra James Harris var rekinn út af eftir að hafa brotið harkalega á Adam Hammill. Leikmenn Liverpool færðu sér liðsmuninn í nyt þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Markvörðuinn David Martin sparkaði boltanum þá gríðarlega langt fram völlinn. Veilsverjinn Ramon Calliste náði boltanum, lék upp að markinu og skoraði af öryggi framhjá  Þórði Ingasyni. Þetta var fimmta markið sem Ramon skorar fyrir varaliðið á leiktíðinni. Everton var nærri því að jafna undir lokin þegar  James Smith bjargaði frábærlega á marklínu. Áður en yfir lauk varð þriðji leikmaður Liverpool, Miki Rogue, að fara af velli vegna meiðsla. En sigur Liverpool var staðreynd og það var fyrir öllu.

Sigurinn var sætur en það var þó slæmt að hann skyldi kosta meiðsli þriggja leikmanna Liverpool. Vonandi verða þeir þó fljótir að ná sér. Tveir Íslendingar komu við sögu í liði Everton. Þórður Ingason stóð sem fyrr segir í markinu. Bjarni Þór Viðarsson kom svo inn sem varamaður fyrir hinn reynda Lee Carsley á 60. mínútu. 

Liverpool: Martin, Barragan, Smith, Roque (Antwi 88. mín.), Agger (O´Donnell 45. mín.), Hobbs (fyrirliði), Anderson, Peltier,Idrizaj (Calliste 10. mín.), Guthrie og Hammill. Ónotaðir varamenn: Willis og Foy.

Maður leiksins samkvæmt Liverpoolfc.tv: Jack Hobbs. Þessi seytján ára strákur átti framúrskarandi leik. Lee Peltier lék líka mjög vel við hliðina á Jack í vörninni. James Smith sýndi fínan leik í stöðu vinstri bakvarðar.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan