| Sf. Gutt

Dietmar tryggði varaliðinu sigur með stórfenglegu marki

Dietmar Hamann tryggði varaliðinu 1:0 útisigur á Úlfunum í gærkvöldi með stórfenglegu marki. Liverpool tefldi fram sterku liði og þó nokkrir úr aðalliðinu tóku þátt í leiknum. Liverpool er eftir sigurinn rétt um miðja deild. Liðið er nokkuð á eftir efstu liðunum en á móti kemur að liðið á nokkrar leiki til góða á þau. Það er því ekki útilokað að liðið gæti blandað sér í baráttu um efstu sætin á lokasprettinum ef vel gengur.

Liverpool tefldi fram sterku liði og ekki færri en sjö leikmenn með reynslu af aðalliðinu tóku þátt í leiknum. Paul Harrison fyrrum varamarkvörður Liverpool sat á bekknum hjá Úlfunum. Liverpool var sterkari aðilinn og hefði átt að ná forystu fyrir leikhlé. Plorent Sinama Pongolle var tvívegis nærri því að skora og Paul Anderson fékk líka gott færi. Sókn Liverpool  jókst enn eftir hlé. Daniel Agger og Sinama-Pongolle áttu góð skot yfir og Ramon Castille náði ekki að koma boltanum í markið af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf frá Darren Potter. Matt Murray markvörður Úlfanna varði svo frábærlega fast langskot frá Dietmar Hamann. En eftir um það bil klukkutíma leik kom eina mark leiksins. Hin skarpskyggni Dietmar Hamann tók þá eftir því að Matt stóð heldur framarlega í marki Úlfanna. Þjóðverjinn gerði sér þá lítið fyrir og spyrnti boltanum frá miðju. Boltinn fór yfir markvörðinn og hafnaði í markinu. Stórfenglegt mark og viðstaddir hafa líkt því við markið sem Xabi Alonso skoraði gegn Luton Town í bikarkeppninni á dögunum. Sigur Liverpool var aldrei í hættu eftir þetta og hefði átt að vera stærri miðað við gang leiksins.

Liverpool: Martin, Kromkamp, Warnock, Raven, Traore (Agger 45. mín.), Hamann, Anderson, Potter (Hobbs 66. mín.), Calliste, Pongolle og Guthrie (Idrizaj 76. mín.). Ónotaðir varamenn: Willis og Antwi.

Maður leiksins samkvæmt Liverpoolfc.tv: Dietmar Hamann. Skoraði stórfenglegt mark og réði lögum og lofum á miðjunni.



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan