Óverðskuldað tap
Liverpool mátti þola óverðskuldað tap í Manchester síðdegis í dag. Það jákvæða við leikinn var að Evrópumeistararnir léku lengst af vel og á köflum var liðið sterkari aðilinn. En andartaks einbeitingarleysi á lokamínútunni kostaði sárt tap. Það var sannarlega ólán að þessi leikur skyldi tapast. Þetta var fyrsti tapleikur Liverpool í deildinni frá því liðið tapað 2:0 fyrir Fulham í Lundúnum í lok október.
Jafnt var á með liðunum í fyrri hálfleik en það var hart barist úti um allan völl og leikmenn fengu lítinn tíma til að athafna sig með boltann. Liverpool byrjaði þó að ná yfirhöndinni á lokakafla hálfleiksins. Djibril Cissé hitti ekki boltann í góðu færi einn gegn markverði heimamanna eftir frábæra sendingu frá Steven Gerrard. Wes Brown komst svo fyrir skot frá Peter Crouch sem var vel staðsettur eftir að Djibril hafði skallað boltann vel til hans. Marki Liverpool var vart ógnað svo heitið gæti í hálfleiknum.
En Evrópumeistararnir tóku völdin í upphafi síðari hálfleiks og stjórnuðu gangi mála langt fram í hálfleikinn. Eini gallinn var að það gekk illa að skapa einhver marktækifæri. Besta færi leiksins kom eftir um það bil klukkutíma leik. Eftir fyrirgjöf Mohamed Sissoko bjargaði Rio Ferdinand á marklínu. Boltinn barst til Harry Kewell sem þrumaði að marki Edwin van der Sar varði vel en hélt ekki boltanum. Boltinn lenti við fætur Djibril Cissé sem mokaði boltanum yfir úr dauðafæri. Frakkinn fær líklega ekki betra færi það sem eftir er þessarar leitkíðar. Heimamenn sem höfðu leikið illa lengst af náðu besta leikkafla sínum síðustu tíu mínúturnar eða svo. Ruud Van Nistelrooy átti máttlítið skot beint á Jose Reina og Wayne Rooney átti gott langskot sem fór rétt framhjá. Undir lokin sparkaði Wayne Florent Sinama Pongolle viljandi niður þegar Frakkinn var við að komast í hættulega stöðu í skyndisókn. Ekkert hefði verið hægt að segja við því ef Waynne hefði verið rekinn úf velli því ásetningur hans var svo augljós. Á lokamínútunni fékk Manchester United ódýra aukaspynu á vinstri kantinum á móts við vítateignn. Persónulega þá fannst mér þessi aukaspyrna út í bláinn en dæmt var á bakhrindingu Steve Finnan á einum leikmanna Manchester United. Ryan Giggs tók aukaspyrnuna. Rio Ferdinand komst óhindraður að boltanum og skallaði í markið. Jose Reina hafði hendur á boltanum en náði ekki að verja. Varnarmenn Liverpool sváfu illa á verðinum og niðurstaðan varð í hæsta máta ósanngjörn!
Manchester United: Van der Sar, Neville, Ferdinand, Brown, Evra, Giggs, Fletcher, O´Shea (Saha 45. mín.), Richardson, Rooney og van Nistelrooy. Ónotaðir varamenn: Howard, Vidic, Silvestre og Rossi.
Mark Manchester United: Rio Ferdinand (90. mín.)
Gul spjöld: Kieron Richardson og Wayne Rooney.
Liverpool: Reina, Finnan, Hyypia, Carragher, Riise, Gerrard, Alonso, Sissoko (Kromkamp 89. mín.), Kewell, Crouch (Morientes 59. mín.) og Cissé (Pongolle 75. mín.). Ónotaðir varamenn: Dudek og Traore.
Gul spjöld: Mohamed Sissoko, Xabi Alonso og Steven Gerrard.
Áhorfendur á Old Trafford: 67.874.
Rafael Benítez var skiljanlega mjög vonsvikinn eftir leikinn. ,,Maður er vonsvikinn þegar maður fær á sig mark á lokamínútunni gegn erkifjendum þegar verið er að reyna að komast í annað sæti deildarinnar. Við stjórnuðum leiknum og gerðum vel í því að halda boltanum og spila með góðum skyndisóknum. En það er mjög svekkjandi að tapa með marki eftir aukaspyrnu á lokamínútunni."
-
| Sf. Gutt
Skaut 50 metra yfir en nú kom það! -
| Sf. Gutt
Glæsilegur sigur á Þýskalandsmeisturunum! -
| Sf. Gutt
Frábært að koma til Liverpool! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir