Josemi farinn til Villareal
Josemi hefur gengið frá félagsskiptunum til Villareal og Jan Kromkamp hefur náð samkomulagi við Liverpool um kaup og kjör og ætti að vera búið að stimpla komu hans opinberlega síðar í kvöld. Josemi er þakklátur Villareal til að koma ferli sínum aftur á skrið:
"Ég og fjölskyldan mín erum fegin að snúa tilbaka. Ég er þakklátur Villareal fyrir að veita mér það tækifæri. Ég fékk ekki eins mörg tækifæri og ég vonaðist til hjá Liverpool. Nú vil ég endurheimta það leikform sem ég var í hjá Malaga."
Josemi voru fyrstu kaup Rafa Benítez til Liverpool og þrátt fyrir að hann byrjaði ferillinn vel fór að halla undan fæti. Hann lék 35 leiki hjá Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum