Josemi

Fæðingardagur:
15. nóvember 1979
Fæðingarstaður:
Malaga, Spáni
Fyrri félög:
Malaga
Kaupverð:
£ 2000000
Byrjaði / keyptur:
26. júlí 2004
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Josemi var keyptur til Malaga árið 2001 og varð fyrstu kaup Rafael Benítez 26. júlí 2004, sem ættu að vera meðmæli. Hann getur spilað hægri bakvörð og miðvörð. Hann er harður í horn að taka og fékk spjald í þriðja hverjum leik á ferli sínum á Spáni. Josemi skortir hraða en baráttuna vantar ekki. Það er erfitt að aðlagast enska boltanum en honum mun eflaust takast það þegar fram líða stundir því að þarna virðist mjög ákveðinn karakter á ferð.

Rafa: "Josemi er hægri bakvörður sem getur einnig leikið vel sem miðvörður, en besta staðan hans er bakvarðarstaðan. Hann er mjög aggressívur og fljótur og ég vona að hann aðlagist vel og muni koma með eitthvað aukalega inn í liðið. Hann er mjög sterkur og snöggur sóknarlega. Hann getur "over-lappað" og hefur nánast sömu karaktereinkenni og Jamie Carragher. Josemi er kannski ekki þekktur á Englandi, en fyrir mér er mjög mikilvægt að næla í leikmenn sem geta styrkt liðið. Ég hef áður notað myndlíkinguna í sambandi við borð. Við þurfum löpp undir borðið, þannig að ég keypti eina löpp undir það. Ég held að við verðum enn sterkari því við náum meira jafnvægi í liðið."

Tölfræðin fyrir Josemi

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2004/2005 15 - 0 0 - 0 1 - 0 7 - 0 0 - 0 23 - 0
2005/2006 6 - 0 0 - 0 0 - 0 4 - 0 2 - 0 12 - 0
Samtals 21 - 0 0 - 0 1 - 0 11 - 0 2 - 0 35 - 0

Fréttir, greinar og annað um Josemi

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil