Sao Paulo er komið í úrslitaleikinn
Brasilíska liðið Sao Paulo er komið í úrslitaleikinn í Heimsmeistarakeppni félagsliða. Sao Paulo lagði saudíska liðið Al Ittihad 3:2 að velli nú um hágegisbilið að íslenskum tíma í Tókíó. Sóknarmaðurinn Amoroso skoraði tvívegis og markvörðurinn Ceni Rogerio skoraði þriðja markið úr vítaspyrnu. Þeir Mohammed Noor og Hamad Al Montashari svöruðu fyrir Sádana. Rafael Benítez fylgdist grant með leiknum úr áhorfendastæðunum.
Um hádegisbilið á morgun, að íslenskum staðartíma, kemur í ljós hvort það verður Liverpool eða Deportivo Saprissa sem leikur gegn Sao Paulo í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Leikur liðanna hefst klukkan klukkan 10:20 í fyrramálið. Það verður hægt að horfa á leikinn í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn.
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!