Liverpool mætir Deportivo Saprissa
Deportivo Saprissa sigraði Sydney FC 1-0 í morgun með marki Bolanos á 47. mínútu. Það var kalt í veðri og hálfgerður göngubolti í boði. Ef miðað er við frammistöðu Saprissa í þessum leik mun Liverpool ekki eiga í teljandi erfiðleikum með að ryðja þeim úr vegi á fimmtudagsmorgunn. Leikurinn hefst klukkan 10:20 og verður í beinni á Sýn.
Deportivo Saprissa koma frá borginni San Jose á Kosta Ríka og eru sigursælasta lið landsins. Þeir unnu "Meistaradeildina" í Norður-Ameríku með því að leggja Mexíkóskt lið að velli í tveimur leikjum. Þjálfari þeirra heitir Hernan Medford og liðið er í daglegu tali kallað "Fjólubláu skrímslin".
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!