| Hjörtur Örn Eysteinsson

Benítez veltir fyrir sér hlutverki fyrirliðans

Rafael Benítez hefur opinberað að hann sé tilbúinn til þess að nota fyrirliðann Steven Gerrard á hægri kantinum á miðjunni í framtíðinni.

Stjórinn setti Gerrard í það hlutverk á laugardaginn í örvæntingarfullri tilraun til þess að finna lausn á alvarlegu vandamáli sem liðið glímir við á hægri vængnum. Þó svo að það sé nokkuð ólíklegt að hann muni sætta sig við þetta hlutverk til lengri tíma þá stóð hann sig með miklum sóma gegn Hömrunum. Hann gæti því fundið sig aftur í því hlutverki í kvöld gegn Anderlecht.

Benítez sagði: ,,Hlutverk fyrirliðans gæti ráðið úrslitum. Sigri Liverpool og Chelsea í kvöld eru bæði lið komin áfram.

,,Að spila Steven á hægri kantinum er valmöguleiki, eitthvað sem við getum gert aftur. Hann getur gefið fyrir, tekið leikmenn á, skotið,” sagði knattspyrnustjórinn.

,, Það þýðir að við höfum fleiri valmöguleika handa Xabi Alonso, Mohamed Sissoko og Dietmar Hamann. Það þýðir að við getum haft fleiri góða menn á vellinum.

,,Þegar þú er með leikmann með mikla hæfileika er augljóslega betra að hafa þá hægra megin. Í tilfelli Steven þá getur hann spilað tvö, þrjú mismunandi hlutverk á góðan hátt.

,,Við munum halda áfram að nota hann í þeirri stöðu sem hentar liðinu best. Þetta snýst allt um liðið”.

Benítez þarf einnig að velja tvíeyki til þess að leiða sóknina, en sóknarhlið liðsins er nú fullmönnuð.

Hann sagði: ,,Í Brussel sköpuðum við 18 marktækifæri. Ef þú gerir það á útivelli veistu að þú átt að vinna.

,,En ef þú skorar ekki þetta seinna mark þýðir það að andstæðingurinn mun halda áfram að sækja fram á völlinn þar sem þeir eiga ennþá möguleika á að komast inn í leikinn.

,,Ef við vinnum núna eigum við tvo leiki eftir sem gerir okkur kleift að finna fleiri útfærslur á okkar leik í úrvalsdeildinni. Það þýðir einnig að ef við eigum tvo leiki í viku getum við notað fleiri leikmenn.

,,Ef við komumst áfram núna þýðir það að við höfum staðið okkur vel, þar sem við byrjuðum keppnistímabilið snemma og höfum spilað svo marga leiki.”

Benítez viðurkennir að hann er núna að leita eftir stöðugleika eftir að liðið hristi af sér slenið í sigri þess á laugardaginn eftir tvö slæm töp gegn Fulham og Crystal Palace.

Hann sagði: ,,Við þurfum meiri stöðugleika í okkar leik, vinna þrjá leiki í röð til dæmis, og gegn Anderlecht getum við haldið áfram að stefna að því marki.

,,Öll lið leika gegn okkur af miklum eldmóð vegna þess að við erum Evrópumeistararnir. Fyrir þau er það gott að vinna meistarana. Það þýðir að við verðum að nálgast hvern leik með það fyrir augum að hann sé erfiðari en á síðasta tímabili.”

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan