Stevie svekktur með jafnteflið
Steven Gerrard fannst Liverpool vera mun betra liðið á vellinum og hafi átt skilið þrjú stig út úr leiknum gegn Birmingham.
Stevie: "Þetta var fínn leikur ef þú ert hlutlaus aðili, en við förum heim sársvekktir. Við vorum að gera ágætis hluti í fyrri hálfleiknum, án þess þó að skapa okkur mikið af færum, og svo sköpuðum við okkur mun meira af færum í seinni hálfleik og mér fannst við eiga þrjú stig skilið út úr þessu.
Luis Garcia skoraði gott mark og hann er mjög klár leikmaður, hann á mörg góð hlaup eins og hægt er að sjá á markinu hans. Það var erfiðast að ná forystunni, en að fá svo mörk á okkur eftir það, það var ekki nógu gott. Við erum ánægðir að vera áfram ósigraðir og okkur finnst við hafa bætt okkur mikið, en við þurfum að fara að byrja að taka þrjú stig í stað eins."
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum