| HI

Momo Sissoko ekki með gegn Birmingham

Momo Sissoko mun ekki vera í leikmannahópi Liverpool gegn Birmingham á morgun vegna smávægilegra vöðvameiðsla. Rafael Benítez segir meiðslin ekki vera alvarleg en hann vilji þó ekki taka óþarfa áhættu.

Rafael segir jafnframt að hann muni ákveða eftir æfingu dagsins hvort Fernando Morientes verði í hópnum á morgun. Fernando er á góðum batavegi eftir meiðsli sem hann varð fyrir á æfingu með spánska landsliðinu á dögunum.

 

 

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan