| Grétar Magnússon

Rafa vill að mörkin fari að koma

Okkar menn fara til Birmingham á laugardaginn til að reyna að bæta mörkum í safnið en aðeins eitt mark hefur litið dagsins ljós á leiktíðinni.  Það er tölfræði sem Benitez finnst furðuleg miðað við fjölda þeirra marka sem liðið skoraði á undirbúningstímabilinu.

Rafa sagði: "Við erum að skoða leikina til að sjá hvers vegna við erum ekki að skora mörk.  Við skoruðum 25 sinnum á undirbúningstímabilinu og þess vegna er ég fullviss um að það er aðeins tímaspursmál hvenær við förum að skora í deildinni."

"Við leggjum hart að okkur með miðju- og sóknarmönnunum til að reyna að bæta markaskorunina.  Við spiluðum góðan bolta og skoruðum mikið af mörkum í vináttuleikjum áður en tímabilið byrjaði og það er engin ástæða fyrir því af hverju við ættum ekki að geta gert það sama í Úrvalsdeildinni."

"Ég er ánægður með vörnina en ég yrði miklu ánægðari ef við skoruðum mörk líka.  Þetta er eitthvað sem við erum að vinna í að bæta."

Liverpool stóðu sig illa í leikjum við Birmingham á síðasta tímabili, töpuðu 2-0 á St. Andrews og Rafa vill ólmur bæta frammistöðuna.

"Við eigum slæmar minningar frá leikjunum við Birmingham á síðasta tímabili.  Þeir unnu báða leikina og sýndu að þeir eru með gott lið."

"Við vitum að þetta verður líkamlega erfiður leikur en leikmennirnir verða tilbúnir í þetta.  Ég er viss um að við stöndum okkur betur heldur en á síðasta tímabili."

"Liðið er sterkara og það er erfiðara að vinna okkur.  Ef við einbeitum okkur eins vel og við höfum verið að gera þá eiga lið mjög erfitt með að skora gegn okkur.  Við verðum bara að finna leið til að skora hinumegin á vellinum líka."

Það er erfiður leikur framundan á laugardaginn og eins og venjulega verður spennandi að sjá hvernig liðsuppstillingin hjá Benitez verður.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan