Rafa: Traore er eins og nýr leikmaður
Benitez hefur verið án Traore síðan í sumar, þegar hann meiddist á læri. Það var ekki fyrr en á móti Tottenham sem Benitez gat notað hann í deildinni.
Eftir að Traore náði sér að fullu hefur hann tekið þátt í þremur síðustu leikjum og stjórinn er hæstánægður með að fá hann til baka.
"Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fá Djimi til baka því við þurfum alltaf að hafa tvo sterka menn sem keppast um hverja stöðu", sagði Benitez.
"Við höfum Djimi, Warnock og Riise sem keppa allir um vinstri bakvarðastöðuna og það getur aðeins verið gott fyrir liðið."
Að fá hann til baka er eins og nýkeyptur leikmaður í liðinu. Hann gefur okkur meiri möguleika og eykur samkeppni í liðinu."
"Það var óheppilegt fyrir hann að meiðast því hann var að spila vel. Ég hef verið ánægður með frammistöðu hans síðan hann kom til baka og viðmótið hans hefur verið mjög gott. Það er það reyndar alltaf, hvort sem er á æfingu eða í leik."
"Það sama gerðist síðasta tímabil. Hann skoraði sjálfsmark gegn Burnley í FA Bikarnum en hann lét ekki gagnrýnina hafa áhrif á sig og hann kom til baka mjög jákvæður. Hann er lykilmaður í okkar liði."
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!