Rafael Benítez vill minnka bilið á sunnudaginn
Rafael Benítez segir liðið geta fært sönnur á að það geti verið í toppbaráttunni með því að sigra Man. Utd. á sunnudag. Hann er staðráðinn í að minnka bilið sem var á milli Liverpool og þriggja efstu sætanna og sigur í þessum leik sé stór liður í að ná betri árangri í deildinni en í fyrra.
„Ef við vinnum er það frábært fyrir alla. Við vitum hversu erfitt það er en ef við gerum okkar besta og vinnum er aldrei að vita hversu nálægt við verðum toppliðunum þegar við mætum Arsenal og Chelsea. Þessi lið vita að það er alltaf erfitt að koma á Anfield. Þegar sigrar vinnast á stóru liðunum virðist ekkert ómögulegt það sem eftir lifir tímabilsins.
Þegar fólk talar um 19 stig bil í United eða 37 stiga bil í Chelsea er til snögg leið til að minnka það bil. Það er hægt að minnka bilið um sex stig í aðeins einum leik. Ef við vinnum er það þremur stigum meira fyrir okkur en í fyrra og þremur stigum minna fyrir þá. Það er hægt að minnka þetta bil. Ef við hefðum unnið United heima og að heiman á síðasta tímabili væri bilið 12 stigum minna þar sem við værum með sex stigum meira og þeir sex stigum minna. Þetta er ástæðan fyrir því að leikirnir á milli stóru liðanna eru svo mikilvægir og af hverju rígurinn er mikill. Við vitum að við erum að keppa við hver aðra um titla.“
Báðir leikirnir gegn United í deildinni í fyrra töpuðust en Benítez segir Liverpool-liðið betur í stakk búið til að mæta þeim núna. „Ég á slæmar minningar af leikjunum við United í fyrra. Við fengum á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum á Old Trafford snemma á tímabilinu þegar við vorum með nokkra nýja leikmenn og við töpuðum á Anfield vegna mistaka. Mér fannst við spila vel í 30 mínútur á heimavelli í fyrra, en ekki eftir það. Þeir héldu boltanum vel og ég held að það mætti halda því fram að þeir hafi verið besta liðið sem spilaði gegn okkur á Anfield. Þeir voru í það minnsta eitt af bestu liðunum. Ég man að þessir leikir voru erfiðir en ég held að við séum með betra lið núna. Ég held að við þekkjum hvorn annan og leikkerfið betur, og þjálfaralið okkar veit betur hvernig United spilar. Leikmenn á borð við Morientes og Pellegrino léku sinn fyrsta leik á móti þeim síðast, svo að þetta var ekki auðvelt.
Í þetta skiptið förum við í leikinn fullir sjálfstrausts. Við höfum haldið hreinu þrisvar og fengið tvö stig á útivelli. Það er ekki slæmt, en við vitum að við verðum að fara að skora mörk. Við gerðum það í miðri viku svo að það er ljóst að það verður ekki vandamál.“
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Jafnglími í höfuðstaðnum -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur í Þýskalandi!