| HI

"Crouch mun valda Betis vandræðum"

Rafael Benítez hefur mikla trú á eiginleikar Peter Crouch sem framherja eigi eftir að koma sér vel gegn Real Betis á morgun. Crouch átti ágætis leik gegn Tottenham á laugardag og skoraði þá m.a. mark með skalla sem var dæmt af.

„Það verður erfitt líf fyrir varnarmenn Betis á morgun. Á Spáni eru varnarmennirnir um 180 cm eða minni. Það er mjög erfitt fyrir þá að spila gegn leikmanni eins og Crouch. Hann gefur okkur aðra möguleika. Ef við þurfum annars konar lausn getum við notað hann. Hann er ekki leikmaður sem berst um boltann, hann vill spila fótbolta.

Crouch verður mikilvægur fyrir okkur í ensku deildinni en ég vil líka sjá hann spila í Evrópukeppninni. Þetta er mjög góður leikmaður. Hann getur haldið boltanum, spilað honum vel, skallað og gefið liðinu tíma til að sækja. Ég á vin, spænskan þjálfara sem fylgdist með honum á æfingum hjá okkur og hann sagði við mig eftir það. „Þessi Crouch er mjög góður leikmaður.“ Þetta var bara eftir eina æfingu. Hann hreifst jafnvel af hreyfingum hans  í upphituninni.

Hann getur bætti sig enn meira. Við munum vinna með hann. Hann þarf kannski að lyfta meira en hann hefur þegar tæknina, getuna og leikskilninginn.“

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan