| Gísli Kristjánsson

Pongolle: "Cissé verður frábær á þessari leiktíð"

Sinama-Pongolle viðurkennir að sögusagnir síðustu vikna hafi haft áhrif á Cissé en nú sé hann í skapi til að byggja ofan á mörkin tvö sem hann gerði í Ofurbikarnum og hann ætli að skelfa varnir andstæðinganna í allan vetur.

Pongolle sagði við opinbera heimasíðu Liverpool: "Djibril er vinur minn og ég var mjög ánægður fyrir hans hönd, með mörkin sem hann gerði í Ofurbikarnum. Djibril elskar að skora mörk, það er það sem hann kann best og það er það sem hann  vill gera fyrir Liverpool."

"Hann skoraði tvö mörk í Ofurbikarnum og lagði þriðja markið upp. Maður sér ánægjuna í andliti hans þegar hann skorar og maður sér hvað hann metur það mikils. Ég veit hvað hann metur það mikið eftir meiðslin sem hann varð fyrir og hann vill standa sig vel fyrir Liverpool."

"Ég held að hann eigi eftir að skora mikið á komandi leiktíð. Ég sá hann spila þegar hann var í Frakklandi og þar skoraði hann mikið og ég er fullviss um að hann geri það sama á Englandi. Ég held að Djibril verði frábær í deildinni á þessari leiktíð."

"Ég er bjartsýnn á að við stöndum okkur vel í deildinni í ár. Við höfum sterkann hóp með gott hugarfar. Ég held í sannleika sagt að við séum fullir sjálfstrausts fyrir komandi leiktíð í deildinni, og af hverju ættum við ekki að geta staðið uppi sem sigurvegarar í vor?"

Talandi um eigin stöðu segir þessi undir 21 árs landsliðsmaður Frakka að hann sé bara ánægður að vera byrjaður að spila aftur á undan áætlun eftir hné meiðslin.

Hann bætti við: "Mér finnst frábært að vera byrjaður að spila aftur. Bara það að koma út á völlinn aftur, eftir 7 mánaða meiðsli gerir mig mjög hamingjusaman.

"Ég er að komast í form aftur og kannski verð ég kominn í mitt besta form eftir nokkrar vikur. Mér fannst gott að snúa aftur í Ofurbikarnum og vinna bikar."

Pongolle spilaði á hægri kanti gegn CSKA Moskvu í Monaco og hann segir að þetta sé staða sem hann þurfi að fylla upp í, til að hjálpa liðinu.

"Ég er bestur sem framherji," sagði hann. "Ég get líka spilað rétt fyrir aftan framherjana eða á hægri kanti. Versta við það að nota mig á hægri kanti er að ég er ekki líkamlega sterkur né með gott þol í augnablikinu því ég er ný stiginn upp úr meiðslum. En ég spila á hægri kantinum ef stjórinn vill nota mig þar."

"Þetta snýst ekki um hvað er best fyrir mig, heldur hvað er best fyrir liðið og það er mikilvægast."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan