Sami vill vinna Stórbikar Evrópu aftur
Finninn Sami Hyypia vill vinna Stórbikar Evrópu aftur. Hann var einn þriggja fyrirliða sem tóku við bikarnum árið 2001 eftir að Liverpool lagði Bayern Munchen 3:2 að velli í Mónakó. Sami leiddi liðið sem fyrirliði en hinir fyrirliðarnir Jamie Redknapp og Robbie Fowler tóku við bikarnum með honum eftir leikinn. Sami vill endurtaka sigur í Stórbikarnum í kvöld.
,,Ég á góða minningu frá því við unnum Stórbikarinn árið 2001. Þá var ég fyrirliði. Þetta er einn af þeim bikurum sem við getum unnið aftur og við höldum til Mónakó með það að markmiði að vinna leikinn. Fyrst við töpuðum fyrir Sofia þá leggjum við kannski enn meira á okkur til að sigra CSKA Moskvu og vinna bikarinn á föstudaginn. Það er skemmtilegt að vinna þennan bikar. Ef við vinnum hann þá verður sá sigur færður á spjöld sögunnar og við viljum vinna hann."
Sami er einn fimm leikmanna Liverpool sem unnu Stórbikarinn árið 2001 og eru enn hjá félaginu. Hinir eru þeir Steven Gerrard, Jamie Carragher, John Arne Riise og Dietmar Hamann. Þessir fimm gætu orðið fyrstir leikmanna í sögu Liverpool til að vinna Stórbikarinn í tvígang. Vonandi lánast þeim það í kvöld!!!
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent