Þrefaldur sigur!
Liverpool átti þrjá verðlaunahafa í kjöri Úrvaldsdeildarinnar. Besta framkvæmdastjórann, besta leikmanninn og besta unga leikmanninn.
Arne Slot var kjörinn Framkvæmdastjóri leiktíðarinnar í Úrvalsdeildinni. Hann er annar framkvæmdastjóra Liverpool til að fá þessi verðlaun. Jürgen Klopp fékk þau 2019/20 og 2021/22.
Mohamed Salah var kosinn Leikmaður Úrvalsdeildarinnar. Þetta var í annað sinn sem hann hlýtur þessa viðurkenningu. Áður var hann kjörinn bestur fyrir leiktíðina 2017/18.
Mohamed fékk líka viðurkenningu fyrir flestar stoðsendingar á keppnistímabilinu í deildinni. Hann lagði upp 18 mörk. Egyptinn fékk þessi verðlaun líka fyrir leiktíðina 2021/22. Þá átti hann 13 stoðsendingar.
Ryan Gravenberch varð fyrir valinu í flokknum Ungi leikmaður leiktíðarinnar í Úrvalsdeildinni. Hann er annar leikmaður Liverpool til að hljóta þessi verðlaun á eftir Trent Alexander-Arnold sem var valinn eftir leiktíðina 2019/20.
Sem sagt þrefaldur sigur fulltrúa Liverpool. Reyndar fjórfaldur ef stoðsendingaverðlaun Mohamed eru talin með.
-
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum -
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir ungan markmann -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Ekki til sölu! -
| Sf. Gutt
Þrá og eldmóður!