Trent að verða leikfær
Trent Alexander-Arnold er að verða leikfær eftir að hafa verið meiddur frá því í síðasta mánuði. Trent gæti verið í liðshópi Liverpool á páskadegi þegar Liverpool mætir Leicester City. Hann verður þó örugglega ekki í byrjunarliðinu enda skynsamlegt að fara varlega eftir svona langan tíma.
Trent spilaði síðast 11. mars þegar Liverpool tapaði í vítaspyrnukeppni á móti Paris Saint Germain í Meistaradeildinni. Nú eru sex leikir eftir af ensku deildinni. Það verður áhugavert að sjá í hversu mörgum leikjum Trent nær að taka þátt í.
Hugsanlega verða þeir leikir síðustu leikir hans með Liverpool því allt útlit er á því að Trent fari frá Liverpool til Real Madrid í sumar. Stuðningsmenn Liverpool skiptast í tvær fylkingar hvað það allt varðar varðar. Sumir skilja að hann vilji breyta til. Öðrum finnst ótækt að hann stingi af án þess að Liverpool fái eitt einasta sterlingspund í sinn hlut. Það verður því áhugavert að sjá hvaða móttökur Trent fær þegar hann kemur næst til leiks í búningi Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður -
| Sf. Gutt
Til hamingju!