Í minningu

Í dag eru 36 ár liðin frá Hillsborough harmleiknum. Þá létust 96 stuðningsmenn Liverpool á Hillsborough leikvanginum í Sheffield. Nú eru 97 látnir en Andrew Devine lést árið 2021.

Þennan dag hefur harmleiksins verið minnst í Liverpool og víðar á Englandi. Til ársins 2016 var haldin minningarathöfn á Anfield Road. Þar komu saman aðstandendur þeirra sem létust, forráðamenn og leikmenn Liverpool ásamt öðrum gestum og heiðruðu minningu fórnarlamba slyssins. Síðustu árin hafa ekki verið haldnar minningarathafnir á Anfield.

Minning þeirra 97 er heiðruð á ýmsan hátt í dag. Kirkjuklukkum verður hringt í Liverpool borg klukkan sex mínútur yfir tvö en þá var leikur Liverpool og Nottingham Forest stöðvaður á Hillsborough. Einnig verður mínútu þögn í borginni. Blóm verða lögð við minnismerkið á Anfield fyrir hádegið. Á sunnudaginn var einnar mínútu þögn fyrir leik Liverpool og West Ham United. Slík athöfn er alltaf viðhöfð á þeim heimaleik Liverpol sem er næstur er 15. apríl.

Andrew Devine (55)
Hvíl í friði.
-
| Sf. Gutt
Hvað gerist næst! -
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Mohamed skilinn eftir heima í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Allt í uppnámi eftir hörð orð Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Ánægður með markið! -
| Sf. Gutt
Dagurinn sem breytti Liverpool F.C.!

