Úr leik!
Kvennalið Liverpool féll í gær úr leik í bikarkeppni kvenna. Liðið tapaði á grátlegan hátt í undanúrslitum keppninnar. Liverpool mætti Chelsea og komst yfir á 21. mínútu þegar Olivia Smith skoraði. Liverpool leiddi þar til í viðbótartíma fyrri hálfleiks en þá jafnaði Erin Cuthbert. Allt leit út fyrir framlengingu en þá gerðust ósköpin og aftur skoraði Chelsea í viðbótartíma. Agnes Beever-Jones skoraði á fjórðu mínútu viðbótartímans og kom Chelsea í úrslitaleikinn. Grátlegur endir!
Chelsea sem leiðir deildina mætir Manchester United í úrslitaleiknum í bikarkeppninni. United vann Manchester City 2:0 í dag.
-
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum!