Líklega leikur lífs míns!
Alisson Becker átti stórkostlegan leik í marki Liverpool gegn Paris Saint Germain í París. Brasilíumaðurinn lokaði einfaldlega markinu og lagði grunn að sigri Rauða hersins.
,,Jú, líklega var þetta besti leikur lífs míns fram til þessa. Vonandi. Framkvæmdastjórinn sagði okkur fyrir leikinn hvers væri að vænta og hversu gott lið PSG er. Hversu góðir þeir eru með boltann og við myndum fá að finna fyrir því. Þetta var erfitt kvöld fyrir okkur en það endaði vel!"
Það kom ekki á óvart að Alisson skyldi vera valinn Leikmaður vikunnar í Meistaradeildinni. Hann varði hvorki fleiri né færri en níu sinnum í leiknum. Markmaður Liverpool hefur aldrei varið jafn mörg skot í sama leiknum í Meistaradeildinni frá því farið var að telja markvörslur í keppninni.
-
| Sf. Gutt
Hef ekki hugmynd! -
| Sf. Gutt
Fimm sinnum tuttugu! -
| Sf. Gutt
Goðsagnaleikur í uppsiglingu -
| Heimir Eyvindarson
Bakverðirnir mætast í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Trent klár um miðjan apríl -
| Sf. Gutt
Framgangan og úrslitin vonbrigði! -
| Sf. Gutt
Við munum koma sterkir til baka! -
| Sf. Gutt
Út um þúfur á Wembley! -
| Sf. Gutt
Búið að velja lið Liverpool -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin