Af kvennaliðinu
Keppni í kvennadeildum á Englandi er kominn í fullan gang eftir vetrarhlé. Reyndar er núna landleikjahlé sem er rétt við að klárast.
Fyrsti leikur Liverpool á nýja árinu var heimaleikur á móti Brighton. Liverpool vann 2:1. Þetta var fyrsti heimasigur Liverpool í deildinni á St Helens leikvanginum sem liðið byrjaði að spila á þegar þetta keppnistímabil hófst. Langþráður sigur!
Næsti leikur var á útivelli við Leicester City. Heimakonur unnu 2:1 sem voru frekar óvænt úrslit því Leicester hefur verið meðal neðstu liða.
Liverpool hrökk vel í gang í næsta leik sem var í FA bikarnum. Liverpool vann þá West Ham United 0:5 á útivelli. Það hjálpaði reyndar að West Ham missti mann af velli vegna brottreksturs í fyrri hálfleik. Dagný Brynjarsdóttir kom inn sem varamaður eftir hlé hjá Hömrunum.
Sömu lið mættust aftur fjórum dögum seinna í deildinni. Liverpool vann aftur. Nú 1:0 á heimavelli. Leanne Kiernan skoraði markið. Aftur kom Dagný inn sem varamaður hjá West Ham. Áhorfendur voru 3.166 sem telst býsna gott.
Næsti leikur var í FA bikarnum. Liverpool vann þá útisigur 0:2 á neðrideildarliðinu Rugby Borough. Liverpool þurfti að hafa fyrir sigrinum og mörkin komu ekki fyrr en undir lok leiksins. Liverpool er þar með komið í átta liða úrslit bikarsins. Þar mætir Liverpool Arsenal á útivelli. Það verður erfiður leikur því Skytturnar eru meðal efstu liða.
Síðasti leikur fyrir landsleikjahlé var í Manchester. Liverpool tapaði þá stórt 4:0 fyrir Manchester City.
Liverpool er nú í sjöunda sæti af 12 liðum með 15 stig. Chelsea leiðir deildina með 40 stig. Liðið hefur góða forystu því Manchester United er næst með 33 stig.
Næsti leikur Liverpool verður á sunnudaginn kemur. Liverpool mætir þá botnliði Crystal Palace. Liverpool ætti að vinna þann leik enda er Palace bara með sex stig. Liðin skildu reyndar jöfn 1:1 í fyrri deildarleiknum þannig að ekkert í fast í hendi með úrslit.
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir!